Starfsmaður í framleiðsludeild

Um starfið

Við leitum að áreiðanlegum og vandvirkum liðsfélaga til að bætast í framleiðsludeild okkar. Þú munt gegna mikilvægu hlutverki við framleiðslu hágæða lækningatækja sem skipta raunverulegu máli í lífi fólks.

Nox Medical er leiðandi fyrirtæki á alþjóðavísu í þróun og framleiðslu á lækningartækjum til þess að greina svefnsjúkdóma. Unnið er samkvæmt ítarlegu gæðakerfi og vinnan felur í sér mikla samvinnu við gæðadeild fyrirtækisins.

Helstu verkefni

  • Sinnir verkefnum sem snúa að samsetningu, merkingum og pökkun á tækjum og kerfum
  • Framkvæmir gæðaskoðun á lækningatækjum og íhlutum sem notaðir eru í framleiðsluferlum
  • Fylgja verklagsreglum og gæðakerfi fyrirtækisins
  • Náin samvinna við gæðadeild til að tryggja öryggi og gæði
  • Sinna öðrum tilfallandi verkefnum eftir þörfum hverju sinni sem og að taka virkan þátt í umbótaverkefnum og hagræðingu ferla innan framleiðsludeildar
  • Stuðla að jákvæðu og samheldnu teymi
  • Viðhalda hreinu, öruggu og skipulögðu vinnuumhverfi


Hæfnis- og menntunarkröfur:

  • Færni til að fylgja verklagsreglum og skjölun
  • Áhugi á að starfa í umhverfi þar sem gæðakröfur eru miklar
  • Gæðamiðað hugarfar og nákvæmni í vinnubrögðum
  • Reynsla úr framleiðslu eða framleiðslutengdu starfi er kostur 
  • Góð þekking á ensku, bæði í ræðu og riti
  • Gott auga fyrir tölum og áhugi á tækni er kostur
  • Þekking á Excel og Word er æskileg

Umsóknir um þetta starf, ásamt ferilskrá og kynningarbréfi, mega vera á íslensku eða ensku.

Við höfum áhuga á hæfileikaríku fólki sem deilir ástríðu okkar fyrir að bæta líf fólks. Nox Medical fagnar fjölbreytileika. Við teljum að grunnurinn að kraftmikilli  frumkvöðla starfsemi felist í sanngjörnu og inngildandi vinnuumhverfi. Menning fyrirtækisins okkar byggist á því að leiða saman ólíkar hugmyndir og einstaklinga til að hvetja til nýsköpunnar og samvinnu.


Manufacturing

Reykjavík, Iceland

Share on:

Terms of servicePrivacyCookiesPowered by Rippling